Vatnsheldni mismunandi jarðvegsflokka [veggspjald)

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustaður
Jón Guðmundsson, Ólafur Arnalds, Hlynur ÓskarssonBÍ, LbhÍ, L.r., S.r.2006Reykjavík
RitÁrgangurTölublaðBls.
Fræðaþing landbúnaðarins2006362-364

81.pdf81-JG-II.pdf
Greinin í heild sinni er í skjali 81 hér að ofan og veggspjaldið í hinu pdf-skjalinu.

Inngangur

Nýlega hefur verið gefið út nýtt jarðvegs kort af Íslandi. Á því korti er íslenskur jarðvegur flokkaður í sjö mismunandi jarðvegsflokka og fjórar samþættur (soil map complexes) (Ólafur Arnalds og Einar Grétarsson 2001). Jarðvegs kort má nýta á margvíslegan máta. Hér er sýnt eitt dæmi þess hvernig nota má kortið í þeim tilgangi að yfirfæra mælingar á jarðvegssýnum yfir á landið í heild.

Vatnsheldni jarðvegssýna við sigmörk (0,33 bör) af fjórum jarðvegsflokkum er var mæld. Alls voru mæld sýni úr 111 jarðvegslögum sem skiptust milli jarðvegsflokka með eftirfarandi hætti; Brúnjörð (Brown Andosol, BA), 36 lög, votjörð (Gleyic Andosol, WA) 38 lög, svartjörð (Histic Andosol, HA) 26 lög og mójörð (Histosol, H) 11 lög.

Breytileiki í vatnsheldni þessara jarðvegsflokka við sigmörk sýnir góða fylgni við kolefnisinnihald jarðvegsins (mynd 2b). Einnig virðist fylgni við % leirinnihald (allofan + 1/2 ferrihydrit) vera áþekk (mynd 2c). En þessir tveir þættir skýra að miklu leyti mismunandi vatnsheldni þessara jarðvegsgerða við visnumörk (15 bör) (Ólafur Arnalds 2004). Vatnsheldni við sigmörk virðist því ráðast að verulegu leyti af sömu þáttum og vatnsheldni við visnumörk. Vatnsheldni við aðra vatnsspennu (mynd 2d) er einnig mjög breytileg Einna mestur breytileiki viðist vera í vatnsheldni brúnjarðar og votjarðar. Breytileg kornastærð ræður trúlega miklu þar um.