Leit að hentugum grastegundum til uppgræðslu á hálendi
 |
Höfundur | Útgefandi | Útgáfuár | Útgáfustaður |
Áslaug Helgadóttir | Búnaðarfélag Íslands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Veiðimálastofnun | 1988 | Reykjavík |
 |  |  |  |
Rit | Árgangur | Tölublað | Bls. |
Búvísindi | | 1 | 11-33 |
 |  |  |  |
 |  |  |  |

Frá vefstjóra: Greinina í heild sinni er að finna í pdf-skjalinu hér að ofan
YFIRLIT
Fjallað er um niðurstöður úr grasstofnatilraunum þar sem meginmarkmiðið var að leita að hentugum grasstofnum til uppgræðslu. Tvær tilraunaraðir eru teknar til uppgjörs. Við Gunnarsholt, Búrfell og Hrauneyjafoss var sáð 47 grasstofnum víðs vegar að sumarið 1980 (tilraunaröð I) en á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði var sáð 10 stofnum sumarið 1981 á þremur uppgræðslusvæðum vegna Blönduvirkjunar við Seyðisá, Sandá og á Öfuguggavatnshæðum (tilraunaröð II). Í fyrri tilraunaröðinni voru tilraunareitir á friðuðu landi en í þeirri seinni var helmingur hvers reits girtur af.
Aðeins örfáir stofnar reyndust nægilega vetrarþolnir til þess að unnt sé að mæla með sáningu á þeim. Á friðuðu landi bar beringspuntur frá Alaska af öllum öðrum stofnum. Fast á hæla honum komu íslensk snarrót og túnvingulsstofnarnir Leik og Sturla. Snarrót þoldi hins vegar beit best allra stofna.
Könnuð voru áhrif áburðarsveltis á endingu stofnanna. Í ljós kom að vallarsveifgras þoldi áburðarskort að jafnaði betur en túnvingull. Snarrót bar af öðrum stofnum á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði, einkum á beitta hluta tilraunanna, en hún var aftur á móti léleg í tilraunaröð I.
Gengi stofnanna var nokkuð misjafnt eftir tilraunastöðum. Ræður þar ugglaust mestu misjafnt veðurfar og ólíkir jarðvegsþættir. Því er mælt með því að sáð verði blöndu af vel aðhæfðum stofnum og náttúruöflunum sé látið eftir að vinsa úr þá stofna sem best henta á hverjum stað.
SUMMARY
In search of suitable grass varieties for reclamation purposes in Iceland
This paper describes results from two experimental series of variety trials for reclamation purposes at high elevations in Iceland. The first series was laid out in 1980 at Gunnarsholt, Búrfell and Hrauneyjafoss (experiment I) where 46 grass varieties of contrasting geographic origin were compared. All the plots were protected from grazing. The other series was sown a year later at Audkúlu- and Eyvindarstadaheidi (experiment II) and only the 10 best adapted varieties that were available were included. One half of each experimental plot was fenced off, whereas the other half was subjected to heavy grazing by sheep.
All experimental plots received the equivalent of 70 to 100 kg N/ha in a compound fertilizer (26N,26P205 or 23N,14P205 or 17N,17P205,17K20). Starting in 1984 one half of each plot received no fertilizer until 1986. It was thus possible to estimate the effects of fertilizer shortage on the persistence of the varieties.
The results revealed that only very few grass varieties are winter hardy enough to survive the harsh conditions that prevail at the experimental sites. These varieties are all of northern origin. The superior varie ties were: Deschampsia beringensis, IAS 19 from Alaska, Deschampsia caespitosa, a wild population from Iceland, Festuca rubra, Leik from Norway, and Sturla from Iceland. Varieties of Poa pratensis were in general inferior, but of these, Fylking from Sweden gave the best results. On the grazed plots in experiment II the Icelandic population of D. caespitosa surpassed all other varieties, whereas D. beringensis suffered from the heavy grazing and had virtually disappeared at the end of the experimental period.
It appeared that P. pratensis was generally more resistant to a shortage of fertilizer than F. rubra. In experiment II D. caespitosa was superior to all other varieties on plots that had received no fertilizer, especially under grazing, but this was not the case in experiment I.
The performance of the grass varieties depended on the test locations. In experiment I differences can largely be attributed to varying climatic conditions at the test sites, whereas in experiment II differences resulted more from varying snow cover and soil conditions. It is suggested that it is an advantage to sow a mixture of adapted grass varieties for reclamation and let nature select the most suitable combination at each location.
INNGANGUR
Á undanförnum árum og áratugum hefur Landgræðsla ríkisins lagt mikla áherslu á að græða upp gróðurvana land með dreifingu áburðar og grasfræs. Á árinu 1985 var t.d. sáð í um 1100 ha lands fyrir framkvæmdafé Landgræðslu ríkisins (Andrés Arnalds, 1986). Uppgræðsla af þessu tagi er dýr og því er mjög mikilvægt að vanda vel valið á þeim grasstofnum sem sáð er.
Þeir grasstofnar, sem lengstum hafa verið notaðir til uppgræðslu, hafa yfirleitt enst illa á uppgræðslusvæðunum. Gilti það einkum um danska túnvingulsstofna sem
notaðir voru fyrr á árum. Upp á síðkastið hafa þó þolnari stofnar verið notaðir í ríkari mæli. Uppgræðsla lands með fræi og áburði gengur misvel og eru það einkum áhrif umhverfisins sem ráða þar mestu um (Sveinn Runólfsson, 1987).
Jarðvegur á uppgræðslusvæðunum er grófur og snauður af lífrænum efnum (Ólafur Arnalds o. fl., 1987). Hann er lítt vatnsheldinn og þurrkur hrjáir því oft þann gróður sem þar vex. Til viðbótar kemur að veðurfar er oft óhagstætt, sérstaklega á svæðum inni í landi. Sumur eru stutt og köld og frosthörkur oft miklar á vetrum. Skortur á fullnægjandi vetrarþoli er sennilega algengasta orsök þess að sáðgresi endist stutt í uppgræðslum, sérstaklega á hálendi. Margir þættir geta leitt til dauða plantnanna yfir veturinn. Ef suðlægir stofnar eru notaðir er vel þekkt að þeir vetra sig ekki nógu snemma á haustin og hafa því ekki safnað nægum næringarforða fyrir veturinn (t.d. Klebesadel, 1985). Plöntur geta síðan misfarist af ýmsum orsökum, t.d. beinum frostskaða, frostlyftingu á jarðvegi, þurrki, íshulu og svelti (Larsen og Arsvoll, 1984). Oft lifa plöntur sæmilega af veturinn, en eru veiklulegar og gefa litla sem enga uppskeru. Er þar um að kenna lélegri aðhæfingu sem getur orsakast af ófullnægjandi vetrarþoli og/eða ónógum vexti og forðasöfnun við lágt hitastig yfir sumarið.
Leit að hentugum grasstofnum til uppgræðslu hófst snemma. Á árunum milli 1945 og 1960 var sáð ýmsum grastegundum og stofnum við Gunnarsholt. Aðeins örfáir stofnar lifðu lengur en tvö ár (Sturla Friðriksson, 1952; Runólfur Sveinsson, 1953; Andrés Arnalds o. fl., 1978). Á hálendinu voru einnig lagðir út uppgræðslureitir, þar sem sáð var ýmsum grastegundum og stofnum (Sturla Friðriksson,1960, 1969a, 1969b, 1971.).Er enn fylgst með sumum þessara sáninga og eru íslenskur túnvingull og snarrótarpuntur langþolnastir þeirra grasa sem sáð var (Tryggvi Gunnarsson, munnlegar heimildir). Árið 1975 var síðan gert nýtt átak í að leita hentugra grasstofna til uppgræðslu, bæði á láglendi og hálendi. Sáð var 403 stofnum í smáreiti, en eftir tvo vetur reyndust einungis tæpur fjórðungur þeirra þrífast enn sæmilega (Andrés Arnalds o.fl., 1978). Á grundvelli niðurstaðna úr athugun þessari var bestu stofnunum sáð í nýja tilraunaröð við Gunnarsholt á Rangárvöllum, við Búrfell í Gnúpverjahreppi og við Hrauneyjafoss á Landmannaafrétti sumarið 1980 (tilraunaröð I). Voru þar bornir saman 46 stofnar af ýmsum uppruna. Sumarið eftir voru einnig lagðir út tilraunareitir á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði í tengslum við uppgræðslu vegna Blönduvirkjunar (tilraunaröð II), en þar voru stofnarnir ekki nema 10 talsins. Árlegar niðurstöður í þessari tilraunaröð hafa birst í áfangaskýrslum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins til Landsvirkjunar (Áslaug Helgadóttir o.fl., 1983; Áslaug Helgadóttir og Þorsteinn Tómasson, 1984a,1985; Áslaug Helgadóttir, 1986; Áslaug Helgadóttir og Snorri Baldursson, 1987). Einnig var gerð grein fyrir niðurstöðum úr báðum tilraunaröðum á Ráðunautafundi 1984 (Áslaug Helgadóttir og Þorsteinn Tómasson, 1984b), í þessari grein verða dregnar saman niðurstöður úr öllum þessum athugunum fram til ársins 1986. |