Landgæði bújarða með tilliti til gróðurfars [veggspjald]

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustaður
Sigmar Metúsalemsson, Ólafur Arnalds, Fanney Ósk Gísladóttir, Einar Grétarsson, Björn TraustasonBÍ, LbhÍ, L.r., S.r.2006Reykjavík
RitÁrgangurTölublaðBls.
Fræðaþing landbúnaðarins2006406-409

94.pdf94-SM.PDF
Greinin í heild sinni er í skjali 94 hér að ofan og veggspjaldið í hinu pdf-skjalinu.

Inngangur

Á síðari árum hafa aukist kröfur um að tiltækar séu upplýsingar um landgæði bújarða. Sem dæmi um þetta eru síðustu sauðfjársamningar þar auknar greiðslur fylgja gæðastýringu, þar sem sjálfbær landnýting er meðal skilyrða (sjá m.a Ólaf Arnalds o.fl. 2003) Einnig hafa komið fram óskir um upplýsingar varðandi gróðurfar bújarða í sambandi við kaup og sölu jarða, þar sem landgæði geta haft áhrif á söluvirði bújarða, þetta á bæði við um jarðir sem einstaklingar sem og ríki eru að selja.

Hægt er að túlka landgæði á mismunandi hátt, þannig að það sem einum finnst góð landgæði, finnst öðrum það kannski ekki. Hér má nefna t.d. hagsmunir og viðhorf sauðfjárbóndans og ferðaþjónustubóndans um hvað teljast góð landgæði. Í þessari grein er litið til landgæða út frá gróðurfarslegu sjónarmiði, sem m.a síðan endurspeglar að einhverju leiti landkosti til hefðbundins búskapar.