Búfjárfjöldi og landgæði. Dæmi um notkun gagnagrunns Nytjalands [veggspjald]

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustaður
Einar Grétarsson, Ólafur Arnalds, Sigmar Metúsalemsson, Fanney Ósk Gísladóttir, Björn TraustasonBÍ, LbhÍ, L.r., S.r.2006Reykjavík
RitÁrgangurTölublaðBls.
Fræðaþing landbúnaðarins2006308-311

67.pdf67-EG.PDF
Greinin í heild sinni er í skjali 67 hér að ofan og veggspjaldið í hinu pdf-skjalinu.

Inngangur

Miklir landkostir eru undirstaða þess að stunda öflugan búrekstur. Gagnagrunnur Nytjalands hefur að geyma upplýsingar um landgæði, en Nytjaland er samstarfsverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarráðuneytis. Nú þegar hefur verið safnað landamerkjum flestra bújarða landsins í Nytjaland, sem jafnframt tekur til gróðurlendis á bújörðum, svo unnt er að meta landstærðir og landgæði og meta þær fyrir landið í heild. Forvitnilegt er að nota gagnagrunn Nytjalands til að kanna hvort tengsl séu á milli landstærða og landgæða annars vegar og búfjárfjölda hins vegar. Könnun á slíkum tengslum er aðeins dæmi um þá miklu möguleika til úrvinnslu gagnanna í Nytjalandi, úrvinnslu sem nú er á byrjunarstigum.