Stærð bújarða á Íslandi [veggspjald]

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustaður
Fanney Ósk Gísladóttir, Einar Grétarsson, Sigmar Metúsalemsson, Björn Traustason, Ólafur ArnaldsBÍ, LbhÍ, L.r., S.r.2006Reykjavík
RitÁrgangurTölublaðBls.
Fræðaþing landbúnaðarins2006312-316

68.pdf68-FOG.PDF
Greinin í heild sinni er í skjali 68 hér að ofan og veggspjaldið í hinu pdf-skjalinu.

Útdráttur

Í gagnagrunni Nytjalands eru nú upplýsingar um flatarmál flestra jarða á Íslandi. Þar hafa verið dregin inn mörk um 7800 landskika í dreifbýli. Hér verður gerð grein fyrir meðalstærðum bújarða víðsvegar um landið og aðeins reynt að ráða í hvað ræður mismunandi jarðastærðum. Bújarðir eru að jafnaði stærstar fyrir norðan og sunnan Vatnajökul. Land liggur þar víða hátt og landgæði með tilliti til gróðurframleiðni rýr. Minnstar eru jarðir að jafnaði á láglendi Suðurlands og við innanverðan Eyjafjörð.

Inngangur

Á vegum verkefnisins Nytjaland hefur nú verið unnið að því að draga inn landamerki allra bújarða í landinu. Nú eru 7800 flákar í gagnagrunninum. Flestir skikanna eru einstakar bújarðir, en einnig er þar um að ræða sameginlegt land tveggja eða fleiri bæja, jarðarhluta sem skipt hefur verið út úr bújörð og fleira þess háttar. Eftir fimm ára vinnu við landamerkjauppdráttinn fýsti okkur að vita hvað meðaljörðin væri stór og hver meðalstærð jarða væri í mismunandi landshlutum. Einnig lék okkur forvitni á að vita hvað mestu ræður um það hversu stórar jarðir eru.