Er vatn takmarkandi þáttur í landgræðslu? [veggspjald]
 |
Höfundur | Útgefandi | Útgáfuár | Útgáfustaður |
Jón Guðmundsson, Hlynur Óskarsson, Ólafur Arnalds | BÍ, LbhÍ, L.r., S.r. | 2006 | Reykjavík |
 |  |  |  |
Rit | Árgangur | Tölublað | Bls. |
Fræðaþing landbúnaðarins | 2006 | | 359-361 |
 |  |  |  |
 |  |  |  |
 
Greinin í heild sinni er í skjali 80 hér að ofan og veggspjaldið í hinu pdf-skjalinu.
Bakgrunnur:
Frá landnámi hefur jarðvegseyðing og uppblástur leitt til þess að vistkerfum stórra svæða á Íslandi hefur hnignað verulega. Á síðast liðinni öld og einkum seinni hluta hennar hefur Landgræðsla ríkisins, bændur og ýmis félagasamtök unnið öflugt starf við að endurheimta þessi töpuðu gróðurlendi svo víða eru nú algróin svæði þar sem áður var auðnin ein. Á öðrum svæðum hafa sáningar og áburðargjöf, sem eru helstu aðgerðir sem beitt hefur verið, ekki skilað eins góðum árangri. Hér er kannað hvort lítil vatnsheldni jarðvegs þessara svæða geti verið skýring á hve gróður á erfitt með að komast af stað.
|