Um íslenskar gulrófur
Höfundur
Útgefandi
Útgáfuár
Útgáfustaður
Óli Valur Hansson, Áslaug Helgadóttir
Búnaðarfélag Íslands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Veiðimálastofnun
1988
Reykjavík
Rit
Árgangur
Tölublað
Bls.
Búvísindi
1
35-43
Frá vefstjóra: Greinina í heild sinni er að finna í pdf-skjalinu hér að ofan
YFIRLIT
Fjallað er um uppruna íslensku gulrófunnar og er hann rakinn til innflutnings Schierbecks landlæknis á rófufræi af Þrándheimsgulrófu frá Noregi fyrir síðustu aldamót. Þessum stofni var síðan haldið við og af honum spruttu upp ýmsir heimaræktaðir stofnar.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins hafa á síðustu árum borist nokkur staðbrigði af íslensku gulrófunni. Skýrt er frá athugun á 10 slíkum stofnum. Í Ijós kom að breytileiki er þó nokkur milli þeirra, þó svo að flest bendi til þess að þeir eigi sér sameiginlega erfðamassa.
UPPRUNI ÍSLENSKU GULRÓFUNNAR
Gulrófan hefur alit fram til þessa verið önnur fremsta útimatjurtin hér og fyrr á árum þýðingarmikil matbjörg margra heimila að vetri til. Nákvæmlega hvenær ræktun gulrófunnar hófst er með öllu óljóst en heimildir benda til að hún gæti hafa borist snemma til landsins ásamt næpum og öðru kálmeti. Víst er að ræktun gulrófunnar tók lengi litlum framförum og í raun er það fyrst eftir miðbik síðustu aldar að hún fer að glæðast fyrir alvöru.