Overvintringsskader, kvantitativ eller kvalitativ process?

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustaður
Ríkharð BrynjólfssonBúnaðarfélag Íslands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Veiðimálastofnun1989Reykjavík
RitÁrgangurTölublaðBls.
Búvísindi235-40

gr-buv2-rb.PDF

Frá vefstjóra: Greinina í heild sinni er að finna í pdf-skjalinu hér að ofan

ABSTRACT

Winter damage - quantitative or qualitative process?

Winter damage is usually considered as a qualitative process, i.e. the life or death of individual plants. The farmer, on the other hand, is more concerned with obtaining sufficient yields from his overwintering crops. Winter damage in perennials and winter annuals can materialize as one of the following:
    1. The number of surviving plants is not sufficient and they are not suitably distributed over the area to be able to make maximum use of the available resources for growth during the following summer.

    2. The surviving plants, regardless of number, are not sufficiently vigorous to be able to make maximum use of the available resources for growth.

    3. Weeds get the chance to outcompete the crop plants in the spring due to their limited number or their lack of vigour.

The majority of grass tillers disappears during winter, even under low stress. Due to the high density of tillers in the autumns, however, thinning of the stand is not detrimental, provided that the surviving tillers are evenly distributed. Various climatic and management factors can increase the mortality rate. Total mortality over a sufficiently large area is considered as winter kill (see 1). Reduced vigour caused by the same factors (see 2 and 3) is not treated as winter kill in the same sense.
Under normal farming conditions cases (2) and (3) are much more frequent than (1) and actually occur every year. An environmental factor, which causes winter kill every tenth year, will certainly lead to yield losses or a thinning of the tiller stand every year. It is therefore necessary to study the quantitative effects of climate and farming practices on winter hardiness rather than on winter kill per se.

Key words: winter damages.

YFIRLIT

Kal, kvantitatífur eða kvalitatífur ferill?

Í umræðum um kal er alla jafna litið á fyrirbrigðið sem eigindlegan (kvalitatífan) feril, þ.e.a.s. um líf eða dauða plantna. Málið er þó mun flóknara en svo. Bóndann sem lifir á uppskeru túns eða akurs skiptir mestu hvort uppskerumagn er viðunandi.

Þetta ræðst af mörgu, en um fjölærar eða vetrareinærar plöntur skiptir eftirtalið sérstaklega máli:

    1. Hvort eftirlifandi plöntur eru nægilega margar og hæfilega dreifðar um flötinn til að fullnýta vaxtarskilyrði komandi sumars.

    2. Hvort þessar plöntur, margar eða fáar, eru svo kröftugar að vori að þær megni að fullnýta vaxtarskilyrðin.

    3. Hvort aðrar plöntur en þær sem sóst er eftir (illgresi) nái að kæfa vöxt nytjaplantnanna að vori vegna lítils fjölda þeirra og/eða lítils lífsþróttar.

Mjög mikill hluti sprota í túni drepst yfir veturinn, jafnvel þó álag sé hóflegt. Fjöldi að hausti er hins vegar svo mikill, að veruleg grisjun sem slík kemur ekki að sök sé dreifing eftirlifandi sprota nokkurn vegin jöfn. Ýmsir þættir veðurfars og meðferðar valda því að hlutfall dauðra sprota hækkar. Nái það 100% á nægilega stórum blettum er talað um kal (sbr. 1. þátt). Veiklun vegna sömu meðferðar (sbr. 2. og 3. þátt) er hins vegar ekki talin til kals í venjulegum skilningi.

Í almennum búskap kemur 2. og 3. þáttur mun oftar fyrir en 1. þáttur og raunar alltaf. Meðferðarþáttur sem veldur kali tíunda hvert ár mun áreiðanlega valda uppskerutapi eða grisjun nytjaplantna öll ár. Því er ekki síður mikilvægt að beina rannsóknum að kvantitatífum afleiðingum veðurfars eða búskaparhátta á vetrarþol en kali í venjulegum skilningi.