Beitarval og bætt nýting beitilands

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustaður
Anna Guðrún ÞórhallsdóttirBÍ, RALA1989Reykjavík
RitÁrgangurTölublaðBls.
Ráðunautafundur198934-40

1989-AGTH.pdf
Sjá greinina í heild í pdf-skjalinu hér að ofan

INNGANGUR

Bætt nýting beitilands er eitt af aðalmarkmiðum beitarfræðinnar. Með bættri nýtingu er átt við meiri búfjárframleiðslu af hverri flatareiningu lands, án þess að gengið sé á höfuðstól þess. Skipta má aðgerðum til að bæta nýtingu beitilands í tvennt. Aðlaga má beitargróður að þeim skepnum sem á landinu ganga, eða aðlaga skepnurnar að þeim gróðri sem fyrir hendi er. Hér á eftir mun ég fjalla í stuttu máli um þessa tvo þætti og þá möguleika og takmarkanir sem eru hjá hvorum þætti fyrir sig. Rétt er þó að minna á flókið samspil gróðurs og beitar þar sem erfitt er að skilja að áhrif hvors þáttar.

NÝTING BEITILANDSINS

Framleiðsla hvers beitardýrs ræðst m.a. af magni og gæðum þess gróðurs sem etinn er. Skiptir engu þó nægur og góður gróður sé til staðar sé hann ekki bitinn. Gróðurnýtingin ræðst af verulegu leiti af beitarvali. Með beitarvali er bæði átt við dreifingu og plöntuval beitardýra.

Ofbeit má skilgreina sem beit sem gengur á höfuðstól beitilandsins og gerir að verkum að framleiðslugeta landsins minnkar. Þegar um stærri beitilönd er að ræða, eins og t. d. afréttina ísiensku, skapast ofbeit sjaldnast af skorti á beitargróðri. Þar er ofbeit staðbundin og skapast af beitarvali skepnanna, þ.e. ójafnri dreifingu og piöntuvali. Af þessu leiðir að allir þeir þættir sem hafa áhrif á beitarval eru mjðg afgerandi fyrir nýtingu beitilandsins og framleiðslugetu þess.