Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum -hundrađ ára minning, fyrri hluti

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustađur
Bjarni GuđmundssonBćndasamtök Íslands2001Reykjavík
RitÁrgangurTölublađBls.
Freyr97135-39

Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum -fyrri hluti.pdf Greinina í heild sinni er ađ finna í pdf-skjalinu.

Inngangur

Tilefni ţessarar greinar er ađ nú er ein öld liđin síđan hófst sú frćđslustarfsemi er seinna varđ flestum kunnust sem Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum. Greinin er ađ mestu erindi sem ég flutti í Landbúnađarháskólanum á Hvanneyri 1. nóvember sl. til ţess ađ minnast tímamótanna. Fyrir löngu fékk ég áhuga á sögu ţessa skóla – bćđi sem íbúi í Andakílshreppi en ekki síđur vegna ţess ađ móđuramma mín, Guđmunda María Guđmundsdóttir, var nemandi í Mjólkurskólanum. Ţví varđ skólinn snemma á ćvi minni partur af sagnaarfi fjölskyldunnar. Henni tileinkađi ég erindiđ en líka Tómási Helgasyni frá Hnífsdal sem rétt óţreytandi hefur veriđ viđ ađ fćra mér heimildir og upplýsingar um viđfangsefniđ og skyld málefni. Loks nefni ég dr. Önnu Sigurđardóttur, stofnanda og fyrsta forstöđumann Kvennasögusafnsins í Reykjavík. Veturinn 1987 heimsótti ég hana á Hjarđarhaga 26, ţar sem safniđ ţá stóđ í stofunni hennar, í leit ađ heimildum um Mjólkurskólann. Hún tók mér afar ljúfmannlega, reiddi fram öll líkleg gögn og ađstođađi mig af lifandi áhuga. Síđar sendi hún mér viđbótarefni sem kom sér vel.
En nú hefst greinin.