Drumbabót í Fljótshlíđ - fornskógur sem varđ Kötlu ađ bráđ? [veggspjald]

HöfundurÚtgefandiÚtgáfuárÚtgáfustađur
Ólafur Eggertsson, Óskar Knudsen, Hjalti J. GuđmundssonBÍ, LBH, L.r., RALA, S.r. 2004Reykjavík
RitÁrgangurTölublađBls.
Frćđaţing landbúnađarins2004337-340

40.PDF 04-v-OE&OK&HJG.PDF
Ath. veggspjaldiđ er í skjali 40 - hér ađ ofan og greinin eins og hún birtist í ritinu í hinu pdf-skjalinu.

Útdráttur

Í sumar hóf Rannsóknastöđ Skógrćktar á Mógilsá könnun á fornum skógarleifum sem finnast viđ eyrar Ţverár í Fljótshlíđ. Svćđiđ einkennist af miklum fjölda lurka sem standa c. 20-60 cm upp úr sendnum árframburđi. Gildustu lurkarnir eru yfir 30 cm í ţvermál. Grafiđ var niđur međ nokkrum lurkum og kom ţá í ljós ađ ţeir eru í lífstöđu og situr rótin í sendnum móajarđvegi. Allir lurkarnir hafa svipađa hallastefnu, til suđ-vesturs. Árhringjarannsóknir sýna ađ skógurinn hefur falliđ í einum atburđi og hefur hann ţví ađ öllum líkindum eyđst í jökulhlaupi sem komiđ hefur vestur úr Mýrdalsjökli.

Inngangur

Sumariđ 2003 fóru höfundar í rannsóknarferđ ađ fornum skógarleifum sem finnast viđ eyrar Ţverár í Fljótshlíđ (1. mynd.) Stađurinn nefnist Drumbabót og einkennist af miklum fjölda lurka sem standa u.ţ.b. 20-60 cm upp úr sendnum árframburđi (2. mynd). Flatarmáli svćđisins er u.ţ.b. 2000 hektarar. Til ţessa hafa engar skráđar rannsóknir fariđ fram á ţessum skógarleifum en einstöku sinnum hefur veriđ minnst á ţćr í rituđum heimildum t.d. Margrét Hallsdóttir (1995).

1. mynd. Stađsetning Drumbabótar í Fljótshlíđ.a. Trjálurkar í Drumbabót, Fljótshlíđb. Birki sem stendur upp úr sandinum

2. mynd. a. Trjálurkar í Drumbabót, Fljótshlíđ. b. Birki sem stendur upp úr sandinum

Ţeir lurkar sem skođađir voru reyndust allir vera birki (Betula pubescens) og sjást víđa leifar af hvítum berki á lurkunum (2. mynd). Flestir lurkarnir hafa sviđađa hallastefnu, til suđ vesturs.

Fjöldi lurka á hektara var gróflega mćldur (mćlt var svćđi sem var 1100 m2) og reyndist ţéttleikinn vera 500-600 tré á hektara (10.000 m2). Ţvermál var mćlt á nokkrum lurkum, 50 til 100 cm frá rótarhnyđju, og mćldist ţađ ađ međaltali vera 17.8 cm. Gildustu lurkarnir eru yfir 30 cm í ţvermál sem er sambćrilegt viđ sverari birkitré skóga landsins í dag.

Grafiđ var međ nokkrum lurkum og kom ţá í ljós ađ ţeir eru í lífstöđu (in situ) og situr rót ţerra í sendnum 40-70 cm ţykkum móajarđvegi. Ofan á mónum er um 50 cm ţykkt sandlag. Undir mónum er malarlag. Ţar sem Drumbabót er á flötu landi hefur ţurft töluvert streymi til ađ bera mölina á ţennan stađ (3. mynd).3. mynd. Lurkarnir eru í lífstöđu (in situ) og situr rótin í sendnum móajarđvegi sem er 40-70 cm ţykkur, undir honum er malarlag.


Rannsóknarađferđin

Sneiđar voru teknar af 5 lurkum til vaxtar og árhringjarannsókna. Niđurstöđur sýna ađ eiginaldur hinna fornu trjáa (árhringjafjöldi) er á bilinu 70 –100 ár. Mćlingar á árhringjabreiddum trjánna sýnir ađ trén hafa drepist samtímis, ţví árhringurinn nćst berki hefur myndast sama áriđ í öllum trjám eins og sjá má á 4. mynd.

Breidd árhringjanna gefur einnig upplýsingar um vaxtarskilyrđi trjánna. Há fylgni er milli sumarhita og árhringjabreiddar í birkitrjám á Íslandi (Ólafur Eggertsson og Hjalti J. Guđmundsson, 2002) og er međalbreidd árhringjanna í lurkunum í Drumbabót svipuđ og međalbreidd árhringja í birkitrjám í Bćjarstađarskógi á árunum 1930 til 1940. En sumarhiti á ţví tímabili er sá hćsti síđan hitamćlingar hófust (Veđurstofa Íslands 2003, óbirt gögn). Međalbreidd árhringja í Drumbabót er ađ međaltali 1,3 mm en 1,2 mm í Bćjarstađarskógi og 0,97 mm í Vaglaskógi (Ólafur Eggertsson 2003, óbirt gögn).

Niđurstöđur, umrćđur og nćstu skref

Ţćr forrannsóknir sem fram hafa fariđ á skógarleifunum sýna ađ skógurinn hefur eyđst í miklu jökulhlaupi sem komiđ hefur úr Mýrdalsjökli. Árhringjarannsóknir á lurkunum sýna ađ skógurinn hefur drepist í einum atburđi (öll trén drápust samtímis). Ţetta hefur sennilega veriđ hamfarahlaup ţví Drumbabót er í um 45 km fjarlćgđ frá jađri Mýrdalsjökuls (Etnujökuls), og mikiđ ţarf ađ ganga á til ađ drepa ţann mikla skóg sem ţarna hefur stađiđ.

4. mynd. Breidd árhringja í 5 lurkum í Drumbabót. Há fylgni er á milli breiddar árhringja í öllum sneiđum sem sýnir ađ trén hafa öll drepist samtímis. Ákveđin lćgđ er í árhringjavexti c. 15 árum fyrir fall trjánna.

Tilurđ lurkanna gefur möguleika á ađ aldursgreina hamfarahlaupiđ međ mikilli nákvćmni međ tćkni sem felur í sér ađ framkvćma 3-5 geislakolsgreiningar á sama trjádrumbi (wiggle-matching). Valin hafa veriđ 3 sýni úr sömu trjásneiđ međ ákveđin árhringjafjölda (árafjölda) milli geislakolssýnanna en ţannig fćst mjög nákvćmur raunaldur ţegar geislakolsaldurinn verđur leiđréttur. Markmiđ aldursgreininganna er ađ fá nákvćman aldur á hlaupinu sem felldi trén í Drumbabót. Stefnt er ađ ţví ađ skekkjan í raunaldri lurkanna verđi ekki meiri en +/- 30 ár. Ţannig fćst áriđ (međ vissri skekkju) sem trén drápust í hamfarahlaupinu og ţar međ aldur hlaupsins og ţeirra umbrota sem komu hlaupinu af stađ.

Hreinn Haraldsson (1981) framkvćmdi umfangsmikla setfrćđilega rannsókn á Markarfljótsaurum á árunum 1975-1980. Hreinn rannsakađi jarđvegssniđ á Teigsaurum, u.ţ.b. 3 km vestan Drumbabótar, og fann ţar 40 cm sendin móajarđveg međ birkileifum undir 3,2 m ţykku sandlagi. Sverustu birkilurkarnir sem hann fann eru um 15 cm í ţvermál. Aldursgreining (geislakolsgreining) á ţessum jarđvegi gaf 1485 +/- 65 BP (U-2807) og var sýniđ tekiđ úr miđju laginu. Sunnar á Markarfljótsaurum, viđ Lágafell I, aldursgreindi Hreinn neđsta hlutann í svipuđu lagi sem einnig inniheldur birkileifar og gaf sú aldursgreining 1810 +/- 220 BP (U-2808) (Hreinn Haraldsson 1981). Ef trjáleifarnar í Drumbabót eru í sama móalagi og Hreinn greinir frá og geislakolsaldurinn leiđréttur m.t.t. breytinga á magni CO2 í andrúmslofti, má leiđa líkum ađ ţví ađ lurkarnir í Drumbabót hafi falliđ í jökulhlaupi sem átti sér stađ fyrir 1345 - 2110 árum eđa á tímabilinu 605 f.kr til 160 e.kr.

Ţekkt eru sex jökulhlaup sem komiđ hafa vestur úr Mýrdalsjökli og eru fjögur ţeirra á tímabilinu frá ţví fyrir 6200 til 1400 árum (óleiđréttur geislakolsaldur, BP), hin tvö eru talin eldri (Smith o.fl. 2002). Yngsta hlaupiđ samkvćmt Smith o.fl. (2002) varđ ţví fyrir um 1400 árum og er mögulegt ađ ţađ hafi valdiđ eyđingu hina fornu skóga í Drumbabót. Einnig greinir Guđrún Larsen o.fl. (2001) frá súru öskulagi sem taliđ er eiga uppruna í gosi sem varđ vestanlega í Mýrdalsjökli og olli hlaupi til vesturs niđur á Markarfljótsaura.. Guđrún Larsen o.fl. telur ţađ vera yngsta ţekkta sprengigosiđ sem orđiđ hefur í Kötlu. Aldursgreiningar á jurtaleifum sem lágu ofan á ţessu öskulagi gáfu aldurinn 387-412 e.kr (1675 +/- 12 BP), (Guđrún Larsen o.fl. 2001). Hugsanlega hafa ţessi eldsumbrot valdiđ hlaupi niđur Markarfljótsaura og ţannig eyđingu skógarins viđ Drumbabót.

Sem framhald rannsókna á Drumbabót vćri ćskilegt ađ aldursgreina móajarđveginn sem rćtur trjánna sitja í (aldursgreina neđsta og efsta lag mósins) og fá ţannig fram aldur og myndunarsögu mósins. Ţannig fćst lágmarksaldur síđasta hamfarahlaups sem fór yfir svćđiđ, ţ.e lágmarksaldur hlaupasetsins sem er undir móajarđveginum.

Međ rannsóknum á skógarleifunum í Drumbabót gefst tćkifćri til ađ aldursgreina á mjög nákvćman hátt hamfarahlaup sem fór yfir Markarfljótsaura og líklega allar Landeyjar líklegast vegna umbrota í Kötlu. Niđurstöđur beinna aldursgreininga á skógarleifunum lágu ekki fyrir viđ ritun ţessarar greinar.

Heimildir:

Hallsdóttir, M., 1995: On the pre-settlement history of Icelandic vegetation. Búvísindi 9. 17-29.

Haraldsson, H., 1981. The Markarfljót sandur area, Southern Iceland; Sedimentological, Petrographical and Stratigraphical Studies. Striae 15, 65 s.

Larsen, G., Newton, A.J., Dugmore, A.J., and Vilmundardóttir, E.G., 2001. Geochemistry, dispersal, volumes and chronology of Holocene silicic tephra layers from the Katla volcanic system, Iceland. Journal of Quaternary Science 16 (2) 119-132.

Ólafur Eggertsson og Hjalti J. Guđmundsson 2002. Aldur birkis (Betula pubescens Ehrh.) í Bćjarstađarskógi og áhrif veđurfars á vöxt ţess og ţroska. Skógrćktarritiđ 2002 (2) 85-89

Smith, K.T., Dugmore, A.J., Larsen, G., Vilmundardóttir, E.G., Haraldsson, H. 2002. New evidence for Holocene Jökulhlaup routes west of Mýrdalsjökull. The 25th Nordic Geological Winter Meeting January 6th-9th, 2002, Reykjavík, 196.